Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Enn óljóst hvaða 32 kylfingar halda áfram
James Morrison. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 6. nóvember 2020 kl. 21:31

Evrópumótaröð karla: Enn óljóst hvaða 32 kylfingar halda áfram

Vegna birtuskilyrða náðu ekki allir keppendur Cyprus Showdown mótsins að ljúka leik í dag þegar annar hringur mótsins fór fram. Mótið er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi og fer fram á Kýpur.

Fyrrum Ryder spilarinn Jamie Donaldson er í forystu en hann á eftir að spila þrjár holur á öðrum hringnum. Donaldson er á 12 höggum undir pari eftir 33 holur og er einungis formsatriði fyrir hann að komast áfram.

Englendingurinn James Morrison og Bandaríkjamaðurinn Johannes Veerman eru jafnir í öðru sæti en þeir eru efstir af þeim sem náðu að klára annan hringinn.

Cyprus Showdown er einstakt að því leyti að eftir 36 holur halda einungis 32 kylfingar áfram og byrja svo þriðja hringinn á núllpunkti en skor fyrstu tveggja daganna þurrkast út. Eftir þriðja hringinn halda svo 16 kylfingar áfram sem aftur byrja á pari á fjórða og síðasta hringnum þegar leikið er til úrslita.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

1. Jamie Donaldson, -12
2. James Morrison, -11
2. Johannes Veerman, -11
4. David Horsey, -10
4. Roman Langasque, -10
4. Joost Luiten, -10
4. Steven Brown, -10
4. Sami Valimaki, -10

View this post on Instagram

Those work @jamiedonaldson75 👇 #CyprusShowdown

A post shared by European Tour (@europeantour) on