Fréttir

Evrópumótaröð karla: Fjórir jafnir í Skotlandi
Matt Kuchar.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 19:09

Evrópumótaröð karla: Fjórir jafnir í Skotlandi

Fyrsti dagur Aberdeen Standard Investments Scottish Open mótsins var leikinn í dag en leikið er á Renaisance vellinum. Fjórir kylfingar eru jafnir á eftir daginn á átta höggum undir pari. Skor voru með eindæmum góð í dag en samtals léku 136 af 156 kylfingum á pari eða betur.

Kylfingarnir sem léku á 63 höggum, eða átt höggum undir pari, eru þeir Romain Wattel, Nino Bertasio, Matt Kuchar og Edoardo Molinari. Helst ber að nefna að bæði Kuchar og Molinari fengu tvo erni á sínum hring. Bertasio var einn af þeim fjórum sem tapaði ekki höggi á hringnum en hann fékk átt fugla og restina pör.

Sjö kylfingar eru jafnir í fimmta sæti á sjö höggum undir pari. Þar á meðal eru þeir Thomas Pieters og Erik Van Rooyen en hann hefur leikið vel undanfarnar vikur.

Justin Thomas og Rory McIlroy eru báðir á meðal keppenda. Þeir byrjuðu nokkuð vel og kom í hús á 67 höggum og eru þeir jafnir í 29. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640