Fréttir

Evrópumótaröð karla: Frábær byrjun hjá Laporta
Francesco Laporta.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 23:30

Evrópumótaröð karla: Frábær byrjun hjá Laporta

Fyrsti dagur Canary Island Meistaramótsins á Evrópumótaröð karla fór fram í dag. Það er Ítalinn Francesco Laporta sem lék besta á fyrsta hringnum en hann er höggi á undan næstu mönnum. 

Laporta lék frábært golf í dag og þá sérstaklega á um miðbik hringsins. Eftir tvo fugla á fyrstu sex holunum kom átta holu kafli þar sem að hann fékk einn skolla, sex fugla og einn örn. Hann fékk par á síðustu fjórum holunum og endaði því hringinn á 62 höggum, eða níu höggum undir pari.

Heimamaðurinn Scott Fernandez er einn í öðru sæti á átta höggum undir pari. Hann var á tveimur höggum undir pari eftir níu holur en lék síðari níu holurnar á sex höggum undir pari. 

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.