Fréttir

Evrópumótaröð karla: Hatton kylfingur janúar mánaðar
Tyrrell Hatton.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 18:12

Evrópumótaröð karla: Hatton kylfingur janúar mánaðar

Englendingurinn Tyrrell Hatton hefur verið kjörinn kylfingur janúar mánaðar á Evrópumótaröð karla í golfi.

Hatton fékk 59,4% atkvæða en hann sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu í mánuðinum ásamt því að enda í 22. sæti á OMEGA Dubai Desert Classic mótinu.

Paul Casey endaði í annar í kjörinu en valið stóð einungis á milli þeirra tveggja. Casey sigraði á OMEGA Dubai Desert Classic og fagnaði þar með sínum 15. sigri á Evrópumótaröðinni.