Fréttir

Evrópumótaröð karla: Herbert leiðir í hálfleik
Lucas Herbert.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 2. október 2020 kl. 19:34

Evrópumótaröð karla: Herbert leiðir í hálfleik

Það er Ástralinn Lucas Herbert sem er í forystu eftir tvo hringi á Opna skoska mótinu sem fram fer á Evrópumótaröð karla. Hann er höggi á undan Robert Rock.

Herbert byrjaði á 10. holu í dag og var kominn fimm högg undir pari eftir níu holur. Á síðari níu holunum bætti hann við tveimur fuglum en tapaði þó einu höggi á móti. Hringinn endaði hann því á sex höggum undir pari, eða 65 höggum. Hann er samtals á 11 höggum undir pari.

Rock lék á 67 höggum í dag þar sem að hann fékk fjóra fugla og restina pör. Hann lék á 65 höggum í gær, eða sex höggum undir pari, og er hann því samtals á 10 höggum undir pari. Þess má til gamans geta að Rock og Herbert léku saman fyrstu tvo hringina og eru þeir því samtals á 21 höggi undir pari.

Lee Westwood sem var í forystu eftir gærdaginn lék á pari vallar í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari ásamt Ian Poulter en þeir deila þriðja sætinu.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.