Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Hero Indian Open mótinu frestað
Stephen Gallacher sigurvegari síðasta árs.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 14:00

Evrópumótaröð karla: Hero Indian Open mótinu frestað

Evrópumótaröð karla og Asíska mótaröðin sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í gær þar sem tilkynnt var að Hero Indian Open mótinu hafi verið frestað vegna óvissuástands út af kórónaveirunni.

Mótið átti að fara fram dagana 19.-22. mars næstkomandi en eftir að mótaraðirnar tvær sem standa að mótinu ráðfærðu sig við indverska golfsambandið var sú ákvörðun tekin að mótið yrði frestað.

Örninn 2025
Örninn 2025

Nú þegar hefur einu móti á tímabilinu á Evrópumótaröðinni verið aflýst út af veirunni og þremur öðrum mótum frestað. Öllum mótum sem hafa verið frestað áttu að fara fram á næstu sex vikum. Það er því ljóst að mikil óvissa ríkir vegna ástandsins innan golfhreyfingarinnar.