Fréttir

Evrópumótaröð karla: Hojgaard kominn í 2. sæti stigalistans
Rasmus Hojgaard. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 11:00

Evrópumótaröð karla: Hojgaard kominn í 2. sæti stigalistans

Tvö mót eru búin á tímabilinu 2019-2020 á Evrópumótaröð karla og er nú einungis eitt mót eftir á þessu ári. Það mót fer fram í Ástralíu dagana xxxxx en í millitíðinni er leikið í Forsetabikarnum nú í vikunni.

Rasmus Hojgaard, sem sigraði á móti helgarinnar á Evrópmótaröðinni, er nú kominn upp í 2. sæti á stigalistanum.

Hojgaard er með 347,9 stig eftir tvö mót en hann endaði í 49. sæti á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem fór fram fyrir rúmri viku.

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í móti helgarinnar hélt Pablo Larrazabal efsta sætinu þar sem fyrsta mótið var töluvert sterkara en það síðara. Larrazabal er með 460 stig eftir sigurinn á Alfred Dunhill og verður líklega enn í forystu þegar árinu lýkur.

Hér fyrir neðan má sjá stöðu efstu kylfinga á stigalista Evrópumótaraðar karla:

1. Pablo Larrazabal, 460
2. Rasmus Hojgaard, 347,9
3. Joel Sjöholm, 323,6
4. Renato Paratore, 206,5
5. Antoine Rozner, 193
6.-8. Branden Grace, Wil Besseling, Charl Schwartzel, 141,6
9. Johannes Veerman, 89,3
10. Grant Forrest, 88,6

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640