Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Korhonen sigraði með miklum yfirburðum
Mikko Korhonen
Sunnudagur 10. júní 2018 kl. 15:32

Evrópumótaröð karla: Korhonen sigraði með miklum yfirburðum

Finninn Mikko Korhonen var rétt í þessu að sigra á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni þegar að hann bar sigur úr býtum á Shot Clock Masters mótinu. Sigur hans var aldrei í hættu og endaði hann á að sigra með sex höggum.

Fyrir daginn í dag var Korhonen ekki búinn að tapa höggi í öllu mótinu og var samtals á 13 höggum undir pari. Hann sýndi lítil merki um veikleika í dag og lék á 69 höggum í dag. Hann endaði mótið á 16 höggum undir pari.

Einn í öðru sæti varð Connor Syme. Hann lauk leik á 10 höggum undir pari.

Þetta var fyrsti sigur Korhonen á Evrópumótaröðinni en hann hefur leikið á henni meira og minna síðan árið 2010.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)