Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Law fór best af stað á British Masters
David Law.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 22. júlí 2020 kl. 20:00

Evrópumótaröð karla: Law fór best af stað á British Masters

Fyrsti hringur Betfred British Masters mótsins fór fram í dag en mótið er þriðja mótið sem haldið er af Evrópumótaröð karla síðan að mótaröðin fór af stað að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Skotinn David Law fór best af stað í dag og er hann höggi á undan næstu mönnum.

Law byrjaði daginn rólega með fimm pörum í röð en þá kom átta holu kafli þar sem hann fékk sjö fugla. Hann fékk svo fimm fugla til að ljúka við hringinn og endaði því á sjö höggum undir pari eða 64 höggum.

Næstir honum á sex höggum undir pari eru þeir Oliver Fisher, Renato Paratore og Garrick Porteous. 

Gestgjafi mótsins Lee Westwood fór rólega af stað. Hann kom í hús á 70 höggum eða höggi undir pari og er hann jafn í 50. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.