Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Law kominn upp í 17. sæti stigalistans
David Law.
Sunnudagur 10. febrúar 2019 kl. 19:35

Evrópumótaröð karla: Law kominn upp í 17. sæti stigalistans

Skotinn David Law er kominn upp í 17. sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla eftir sigur á ISPS Handa Vic Open mótinu sem fór fram um helgina í Ástralíu.

Law hafði aldrei sigrað á Evrópumótaröðinni þegar kom að móti helgarinnar en eftir glæsilegan endasprett stóð hann uppi sem sigurvegari.

Shane Lowry er sem fyrr í efsta sæti stigalistans eftir sigur á Abu Dhabi HSBC Championship í janúar.

Staða efstu kylfinga á stigalistanum:

1. Shane Lowry, 1.232 stig
2. Richard Sterne, 862 stig
3. Bryson DeChambeau, 822 stig
4. Louis Oosthuizen, 760 stig
5. Matt Wallace, 619 stig

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalista Evrópumótaraðarinnar.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is