Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Paratore enn á toppnum
Renato Paratore.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 24. júlí 2020 kl. 23:07

Evrópumótaröð karla: Paratore enn á toppnum

Það er Ítalinn Renato Paratore sem er í forystu fyrir lokahringinn á Betfred British Masters mótinu en þriðji hringurinn fór fram í dag. Hann er höggi á undan næsta manni.

Paratore á enn eftir að tapa höggi í mótinu en hann hefur til þessa fengið 16 fugla í mótinu og restina pör. Í dag fékk hann fimm fugla, líkt og í gær, og kom því í hús á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann er samtals á 16 höggum undir pari.

Justin Harding var í öðru sæti fyrir daginn höggi á eftir Paratore. Hann lék einnig á 66 höggum í dag og er einn í öðru sæti á 15 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.