Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Paratore fagnaði öruggum sigri
Renato Paratore.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 26. júlí 2020 kl. 12:27

Evrópumótaröð karla: Paratore fagnaði öruggum sigri

Það var Ítalinn Renato Paratore sem bar sigur úr býtum á Betfred British Masters mótinu sem kláraðist í gær á Evrópumótaröð karla. Sigur Paratore var nokkuð öruggur en hann endaði þremur höggum á undan næsta manni.

Paratore lék ótrúlegt golf fyrstu þrjá hringina en á þeim tapaði hann engu höggi. Þrátt fyrir að tapa tveimur höggum á lokahringnum þá fékk hann á móti fjóra fugla og kom því í hús á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann endaði mótið á 18 höggum undir pari.

Einn í öðru sæti varð danski táningurinn Rasmus Højgaard Hann lék á 70 höggum í gær eða höggi undir pari og endaði hann mótið á samtals 15 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.