Golfbúðin #Siglo
Golfbúðin #Siglo

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Paratore kominn á toppinn á British Masters
Renato Paratore.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 23. júlí 2020 kl. 22:01

Evrópumótaröð karla: Paratore kominn á toppinn á British Masters

Ítalinn Renato Paratore er með eins höggs forystu nú þegar Betfred British Masters mótið er hálfnað en mótið er hluti af Evrópumótaröð karla. Hann er höggi á undan næstu mönnum.

Paratore hefur leikið gríðarlega stöðugt golf fyrstu tvo hringina og til marks um það þá hefur hann enn ekki tapað höggi. Hann fékk fimm fugla á hringnum í dag og restina pör og kom því í hús á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Eftir hringina tvo er Paratore samtals á 11 höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti á 10 höggum undir pari eru þeir Justin Harding og Dale Whitnell. Þeir félagar áttu tvo bestu hringi mótsins en Harding lék á 63 höggum eða átta höggum undir pari og Whitnell lék á 64 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.