Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pieters kominn á toppinn í Tékklandi
Thomas Pieters.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 17. ágúst 2019 kl. 16:15

Evrópumótaröð karla: Pieters kominn á toppinn í Tékklandi

Belginn Thomas Pieters er kominn í efsta sætið á D+D Real Czech Masters mótinu þegar einum hring er ólokið. Forysta hans er aðeins eitt högg en 12 kylfingar eru fjórum höggum á eftir eða minna.

Pieters hefur leikið gríðarlega stöðugt golf það sem af er móti. Á fyrstu tveimur hringjum mótsins tapaði hann aðeins einu höggi. Í dag tapaði hann tveimur höggum á hringnum en á móti fékk hann sex fugla og einn örn. Hann kom því í hús á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Pieters er því samtals á 16 höggum undir pari.

Einn í öðru sæti á 15 höggum undir pari er Spánverjinn Adri Arnaus. Hann átti besta hring dagsins er hann kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.