Fréttir

Evrópumótaröð karla: Rai leiðir fyrir lokahringinn
Aaron Rai.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 26. september 2020 kl. 18:12

Evrópumótaröð karla: Rai leiðir fyrir lokahringinn

Englendingurinn Aaron Rai er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Opna írska mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi.

Rai er á 8 höggum undir pari eftir fyrstu þrjá hringina en hann lék þriðja hring mótsins á 3 höggum undir pari í dag.

Rai er í leit að sínum öðrum titli á mótaröðinni en hann sigraði á Hong Kong Open árið 2018, þá einungis 23 ára gamall.

Ástralinn Maverick Antcliff er í öðru sæti á 7 höggum undir pari, höggi á undan þremur kylfingum sem allir verða í eldlínunni á sunnudaginn þegar lokahringur mótsins fer fram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

1. Aaron Rai, -8
2. Maverick Antcliff, -7
3. Dean Burmester, -6
3. Jazz Janewattananond, -6
3. Oscar Lengden, -6