Fréttir

Evrópumótaröð karla: Soderberg fær ekki að halda áfram
Sebastian Soderberg.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 25. september 2020 kl. 19:03

Evrópumótaröð karla: Soderberg fær ekki að halda áfram

Evrópumótaröð karla hefur dregið Sebastian Soderberg úr leik á Opna írska mótinu eftir að Svíinn fékk tilkynningu um einstakling í hans umhverfi sem hafði fengið jákvætt úr Covid-19 prófi.

Tilkynningin barst í gær, fimmtudag, eftir að Sebastian hafði klárað fyrsta hringinn. Líkt og aðrir keppendur fór hann í Covid-19 próf fyrir mótið og var þar neikvæður en þarf samt sem áður að hætta leik og fer nú í sóttkví í 14 daga.

Leikfélagar Soderberg, þeir Tom McKibbin og Scott Hend, léku tveir saman í holli í dag en þeir spiluðu með Soderberg á fimmtudaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Soderberg hafði leikið fyrsta hringinn í mótinu á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari.