Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Spenna á toppnum fyrir lokahringinn
Rory McIlroy
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 23. janúar 2021 kl. 18:14

Evrópumótaröð karla: Spenna á toppnum fyrir lokahringinn

Það er mjótt á munum hjá efstu kylfingunum fyrir lokahringinn á Abu Dhabi HSBC Meistaramótinu sem leikinn verður á morgun. Mótið er fyrsta mót tímabilsins á Evrópumótaröð karla og er hluti af Rolex Series mótunum.

Fyrir daginn var Tyrell Hatton með fimm högga forystu á næstu menn en hann situr nú í 2. sæti á samtals 12 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hringinn á einu höggi undir pari. Það er hins vegar Rory McIlroy sem er kominn í efsta sætið en hann kom í hús á fimm höggum undir pari í dag og er því samtals á 13 höggum undir pari. 

McIlroy fékk á hringnum í dag einn örn, fimm fugla og tvo skolla og er því með nauma forystu á Hatton fyrir lokahringinn. Í þriðja sæti er svo Tommy Fleetwood á samtals 11 höggum undir pari en hann lék bæði annan og þriðja hringinn á fimm höggum undir pari.

Aðeins munar þremur höggum á efsta sætinu og fimmta sætinu og getur því allt gerst á morgun.

Fylgjast má með stöðunni hér.