Fréttir

Evrópumótaröð karla: Þriðji sigur Wu á ferlinum
Ashun Wu. Mynd: GettyImages.
Sunnudagur 16. september 2018 kl. 17:25

Evrópumótaröð karla: Þriðji sigur Wu á ferlinum

Kínverski kylfingurinn Ashun Wu sigraði í dag á KLM Open mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla um helgina.

Wu lék hringina fjóra á 16 höggum undir pari og endaði höggi á undan Chris Wood sem varð annar.

Áður hafði Wu sigrað á Lyoness Open árið 2016 og Volvo China Open árið 2015. Þetta var því þriðji sigurinn hans á Evrópumótaröðinni á ferlinum.

Thomas Detry og Hideto Tanihara enduðu jafnir í þriðja sæti á 14 höggum undir pari. Höggi á eftir þeim varð risameistarinn Padraig Harrington sem leitar enn að sínum fyrsta sigri á mótaröðinni frá árinu 2016.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]