Fréttir

Evrópumótaröð karla: Wiesberger með tveggja högga forystu
Bernd Wiesberger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2019 kl. 10:02

Evrópumótaröð karla: Wiesberger með tveggja högga forystu

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger er með tveggja högga forystu fyrir lokahring Scottish Open mótsins en lokahringurinn hófst fyrr í morgun. Hann er með tveggja högga forystu á Erik Van Rooyen.

Eftir að hafa leikið annann hringinn á 61 höggi, eða 10 höggum undir pari, kom Wiesberger í hús á 65 höggum í gær, eða sex höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla í gær, einn skolla og restina pör. Samtals er hann á 20 höggum undir pari.

Fyrir hringinn í gær var Rooyen jafn Wiesberger á 14 höggum undir pari. Hann lék á 67 höggum í gær, eða fjórum höggum undir pari. Á hringnum fékk hann fimm fugla, einn skolla og restina pör. Næstu menn eru síðan tveimur höggum á eftir Rooyen.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.