Fréttir

Evrópumótaröð kvenna fer til Sádí-Arabíu 2020
Majed Al-Sorour
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 16:34

Evrópumótaröð kvenna fer til Sádí-Arabíu 2020

Fyrr á þessu ári hélt Evrópumótaröð karla í fyrsta skiptið til Sádí-Arabíu þegar Saudi International mótið var haldið og var það fyrrum efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, sem fagnaði sigri. Mótið gekk vel í alla staði og hafa nú yfirvöld í Sádí-Arabíu tilkynnt að mót á vegum Evrópumótaraðar kvenna munu verða haldið í landinu í mars á næsta ári.

Þetta tilkynnti Majed Al-Sorour, forseti Sádí-arabíska golfsambandsins, í dag á ráðstefnu sem fram fer þar í landi. Ráðstefnan ber heitið Future Investment Initiative (FII) og hélt Al-Sorour erindi í dag ásamt mörgföldum risameistara Ernie Els, Camilla Lenarth, leikmanni Evrópumótaraðar kvenna, og Keith Pelley, framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar.

Ekki kom fram nákvæmlega hvenær mótið verður haldið og á hvaða velli en eins og áður sagði fer mótið fram í mars.