Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía Þórunn á 68 höggum í Frakklandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Föstudagur 7. september 2018 kl. 13:28

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía Þórunn á 68 höggum í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 68 höggum á öðrum degi Lacoste Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Hún kemst því örugglega gegnum niðurskurðinn en hún er á þremur höggum undir pari eftir tvo hringi.

Á hringnum í dag fékk Ólafía fimm fugla, tvo skolla og restina pör. Hún var um tíma komin á fjögur högg undir par en tapaði einu höggi undir lokin.

Eins og áður sagði er hún samtals á þremur höggum undir pari en í gær lék hún á 71 höggi eða pari vallar. Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 14. sæti.

Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig á meðal keppenda. Hún hefur lokið við 15 holur í dag og er á þremur höggum undir pari í dag og samtals á fjórum höggum yfir pari. 

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)