Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía Þórunn í 7. sæti fyrir lokahringinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Laugardagur 8. september 2018 kl. 18:13

Evrópumótaröð kvenna: Ólafía Þórunn í 7. sæti fyrir lokahringinn

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Lacoste Open mótinu sem fer fram í Frakklandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Ólafía Þórunn lék í dag þriðja hring mótsins á 3 höggum undir pari og er samtals á 6 höggum undir pari í mótinu.


Skorkort Ólafíu Þórunnar í mótinu.

Nanna Koertz Madsen er efst fyrir lokahringinn á 10 höggum undir pari, einungis fjórum höggum á undan Ólafíu. Vonandi nær Ólafía að byrja lokahringinn af krafti á morgun og þá er hún til alls líkleg.

Besti árangur Ólafíu til þessa á Evrópumótaröð kvenna er 13. sæti sem hún náði á Opna skoska mótinu í fyrra.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is