Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Pedersen endaði tímabilið með stæl
Emily Kristine Pedersen.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 29. nóvember 2020 kl. 18:45

Evrópumótaröð kvenna: Pedersen endaði tímabilið með stæl

Hin danska Emily Kristine Pedersen fagnaði í dag sínum þriðja sigri í röð á Evrópumótaröð kvenna þegar að hún bar sigur úr býtum á Andalucía Costa Del Sol Open mótinu. Mótið var einnig lokamót tímabilsins og endaði Pedersen efst á stigalista mótaraðarinnar.

Pedersen var með eins höggs forystu á Nuria Iturrioz en hún leiddi eftir tvo hringi. Fljótlega á lokahringnum var forystu Pedersen orðin tvö högg og lét hún þá forystu aldrei af hendi. Hún endaði hringinn á 66 höggum í dag, eða sex höggum undir pari, þar sem hún fékk sex fugla og restina pör.

Á meðan lék Iturrioz á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari, og endaði því Pedersen fjórum höggum á undan Iturrioz. Pedersen endaði á 15 höggum undir pari en Iturrioz á 11 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.