Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Valdís Þóra í eldlínunni í vikunni
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Mánudagur 22. apríl 2019 kl. 12:49

Evrópumótaröð kvenna: Valdís Þóra í eldlínunni í vikunni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er skráð til leiks í mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, Lalla Meryem Cup. Um er að ræða fyrsta mót Valdísar frá því hún þurfti að hætta leik á Opna suður-afríska mótinu vegna meiðsla.

Lalla Meryem Cup mótið fer fram í Marokkó samhliða Trophee Hassan II mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla.

Í fyrra tók Valdís Þóra þátt í þessu sama móti og var í toppbaráttunni eftir fyrsta hring sem hún lék á höggi undir pari. Hún endaði að lokum í 61. sæti eftir slæman lokasprett.

Valdís Þóra er þó ekki eini íslenski kylfingurinn sem er skráður til leiks því Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er einnig skráð í mótið. Hún er hins vegar þrettánda á biðlista fyrir mótið og því ólíklegt að hún komist inn.

Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is