Fréttir

Evrópumótaröðin: Frábær lokahringu Caldwell tryggði honum sigurinn
Jonathan Caldwell.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 13. júní 2021 kl. 21:08

Evrópumótaröðin: Frábær lokahringu Caldwell tryggði honum sigurinn

Lokadagur Scandinavian Mixed mótsins fór fram í dag en mótið var haldið af þeim Henrik Stenson og Anniku Sörenstam. Mótið var sögulegt fyrir þær sakir að kylfingar af bæði Evrópumótaröð karla og Evrópumótaröð kvenna léku í mótinu undir sama hatti.

Það var enski karlkylfingurinn Jonathan Caldwell sem bar sigur úr býtum á mótinu eftir frábæran lokadag. Hann var í miklu stuði, þá sérstaklega fyrstu 14 holurnar, en þær lék hann á átta höggum undir pari. Hann fékk svo tvo skolla á síðustu fjórum holunum en bætta það upp með tveimur fuglum. Hringinn lék hann því á 64 höggum, eða átta höggum undir pari, og endaði hann mótið á 17 höggum undir pari.

Einn í öðru sæti á 16 höggum undir pari varð spænski karlkylfingurinn Adrian Otaegui. Höggi á eftir honum varð enski kvennkylfingurinn Alice Hewson.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.