Fréttir

Evrópumótaröðin: Gestgjafinn getur komist aftur í efsta sæti heimslistans
Justin Rose.
Miðvikudagur 10. október 2018 kl. 20:27

Evrópumótaröðin: Gestgjafinn getur komist aftur í efsta sæti heimslistans

Englendingurinn Justin Rose er gestgjafi vikunnar á Evrópumótaröð karla. Hann stendur fyrir British Masters mótinu sem hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn en leikið er á Walton Heath golfvellinum í Englandi.

Það er mikið um að vera hjá Rose um þessar mundir en með góðum árangri í mótinu getur hann komist í efsta sæti heimslistans. Rose komst upp í efsta sætið fyrir nokkrum vikum en Dustin Johnson var ekki lengi að ná því til baka.

Fari svo að Rose endi jafn í öðru sæti á British Masters, eða vinni mótið, nær hann efsta sætinu aftur.

Rose hefur áður sigrað á British Masters mótinu en hann sigraði á mótinu árið 2002, þá einungis 21 árs gamall, eftir harða baráttu gegn mönnum á borð við Ian Poulter og Colin Monstgomerie.

Ísak Jasonarson
[email protected]