Fréttir

Fékk 18 pör á Grafarholtsvelli
15. flöt á Grafarholtsvelli.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 4. ágúst 2020 kl. 07:30

Fékk 18 pör á Grafarholtsvelli

Opna FootJoy 2020 var leikið á Grafarholtsvelli á mánudag og tók völlurinn vel á móti keppendum þó að frekar svalt hafi verið þegar þeir fyrstu mættu til leiks.

Keppt var til úrslita í punktakeppni karla og kvenna auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna. Rúmlega 170 kylfingar tóku þátt.

Í karlaflokki lék Jóhannes Guðmundsson best en hann kom inn á 66 höggum. Í kvennaflokki lék Pamela Ósk Hjaltadóttir á fæstum höggum eða 71 höggi.

Skor Pamelu var ansi magnað en hún fékk 18 pör á hringnum sem er afar sjaldgæft.

Helstu úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan:

Besta skor karla: Jóhannes Guðmundsson, GR - 66 högg 
Besta skor kvenna: Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR - 71 högg

Punktakeppni karla:

Fannar Guðmundsson, GM – 49 punktar
Hlynur Júlíusson, GBR – 45 punktar
Davíð Baldur Sigurðsson, 43 punktar (bestur á seinni 9) 

Punktakeppni kvenna:

Kristrún Sigursteinsdóttir, GM – 42 punktar
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG – 40 punktar
Hólmfríður Hilmarsdóttir, GKG – 39 punktar

Lengsta drive 3. braut: Arnór Ingi Finnbjörnsson 

Nándarverðlaun:

2.braut – Jón Þór Jóhannsson, 125cm
6.braut – Kristinn Reyr Sigurðsson, 129cm
11.braut – Hákon Harðarson, 54cm
17.braut – Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, 98,5cm