Fékk 4 högg í víti fyrir að vera með kylfu dóttur sinnar í pokanum en tryggði sér sæti á LPGA
Rachel Rohanna tryggði sér á dögunum 10. og síðasta sætið á LPGA mótaröðinni sem var í boði í gegnum Symetra mótaröðina í Bandaríkjunum.
Hin þrítuga Rachel varð þar með fyrsta móðirin í sögunni til að tryggja sér þátttökurétt á LPGA í gegnum lægra skrifaðar mótaraðir.
Það munaði þó litlu að sagan af Rachel Rohanna fengi ekki þennan farsæla endi.
Á lokahring Copper Rock Championship mótsins uppgötvaði hún nefnilega að barnakylfa þriggja ára gamallar dóttur hennar var í golfpokanum. Hún var því með 15 kylfur í pokanum og fékk að launum 4 högg í víti. Vítið kostaði hana 900 dollara sem kom þó ekki að sök þar sem hún náði að lokum að halda 10. sætinu eins og áður hefur komið fram.