Fréttir

Feng færist upp um 7 sæti á heimslista kvenna
Shanshan Feng.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 19:00

Feng færist upp um 7 sæti á heimslista kvenna

Sigurvegari helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Shanshan Feng, er komin upp í 19. sæti heimslista kvenna sem var uppfærður á mánudaginn.

Feng, sem var í efsta sæti heimslistans frá því í nóvember 2017 til apríl 2018, hafði ekki sigrað á LPGA móti í tæp tvö ár þegar kom að móti helgarinnar.

Fyrir mótið var Feng dottin niður í 26. sæti eftir töluverða lægð á golfvellinum og var því sigurinn kærkominn.

Ariya Jutanugarn, sem endaði í öðru sæti á móti helgarinnar, færist einnig upp heimslistann og er nú í 7. sæti eftir að hafa verið í 9. sæti fyrir mótið.

Allir þrír íslensku kylfingarnir á heimslistanum fara niður um sæti milli vikna. Valdís Þóra Jónsdóttir er nú í 489. sæti, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í 543. sæti og Guðrún Brá Björgvinsdóttir í 810. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista kvenna í golfi.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640