Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Feng gaf leikinn um þriðja sætið til að hvíla sig fyrir annað risamót ársins
Shanshan Feng.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 18:20

Feng gaf leikinn um þriðja sætið til að hvíla sig fyrir annað risamót ársins

Bank of Hope holukeppnismótið á LPGA mótaröðinni kláraðist á sunnudaginn og var það Ally Ewing sem fagnaði sigri eftir að hafa betur gegn Sophia Popov í úrslitaleiknum.

Í leiknum um þriðja sætið áttu þær Aryia Jutanugarn og Shanshan Feng að mætast en Feng tók þá ákvörðun að gefa leikinn til þess að hvíla sig fyrir annað risamót ársins.

kylfingur.is
kylfingur.is

Feng hafði leikið 112 holur á fimm dögum sem var meira en nokkur annar kylfingur. Bara á laugardeginum lék hún 41 holu en bæði leikurinn í 16-kvennaúrslitunum og 8-kvennaúrslitunum fór í bráðabana. Eftir að hafa tapað undanúrslitaleiknum sagðist Feng vera ánægð með ákvörðunina.

„Ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun af því að ég var ofboðslega þreytt eftir að hafa leikið sex hringi á fimm dögum, eða við getum sagt fjórum og hálfum dögum. Ef ég spila 18 holur í viðbóð, ég veit ekki, það á örugglega eftir að líða yfir mig á vellinum. Ég held að það sé ekki sniðugt að reyna svona mikið á sig. Ég hefði haldið áfram hefði ég komist í úrslitin, allavegana þar til að liði yfir mig.“

Á fimmtudaginn hefst Opna bandaríska Meistaramótið, sem er annað risamót ársins, og verða þær Feng og Jutanugarn báðar á meðal keppenda. 

Örninn járn 21
Örninn járn 21