Fimmta draumhögg Sigga kom á par 4 holu
Sigurður Hafsteinsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og fararstjóri til áratuga gerði sér lítið fyrir og bætti fimmta draumahögginu í safn sitt og það var enn meiri glans yfir þessu höggi því Siggi náði því á par 4 holu.
Sigurður var við leik á Ticina golfvellinum á eyjunni La Gomera sem er í nágrenni Tenerife. Hann sló flott högg á níundu holu með stærstu kylfunni í pokanum og hitti boltann svona vel að hann endaði í holu. „Fyrsta skiptið á par 4 holu,“ sagði Siggi brosandi þegar hann tók boltann úr holunni og smellti kossi á hann.

