Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Finch hefur áhyggjur af meiðslahrjáðum Day
Jason Day.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 2. desember 2019 kl. 19:00

Finch hefur áhyggjur af meiðslahrjáðum Day

Ástralinn Ian Baker-Finch sem er hvað best þekktur fyrir að hafa unnið Opna mótið árið 1991 sagði nýverið að hann hefði áhyggjur af meiðslum samlanda síns, Jason Day.

Á laugardaginn dróg Day sig úr leik á Australian Open mótinu sem hefst á fimmtudaginn og hann dróg sig einnig úr leik í Forsetabikarnum sem fer fram í næstu viku. Ástæðan er bakmeiðsli sem Day hefur verið að glíma við um nokkurt skeið.

Í mars á þessu ári þurfti Day að draga sig úr leik eftir sex holur á Arnold Palmer Invitational mótinu. Á Masters mótinu nokkrum vikum síðar þurfti hann að fá meðhöndlun á miðjum hring.

Finch sagði að Day þyrfti að einbeita sér að ná sér heilum þar sem hann væri enn ungur.

„Ég er mjög svekktur að hann skuli ekki vera með, það hefði verið frábært fyrir aðdáendur hans að sjá hann leika á tveimur mótum í Ástralíu.“

„Ég hef aftur á móti meiri áhyggjur af bakinu á honum, þar sem hann er aðeins 32 ára, heldur en að hann komi að spila í Ástralíu.“

„Að vera meiddur og keppa aðeins til að gera aðdáendur ánægða er ekki að fara hjálpa bakinu á honum. Það mun einnig hafa áhrif á sjálfstraustið ef hann spilar illa fyrir framan samlanda sína.“