Fréttir

Fitzpatrick búinn að vera á meðal 50 efstu í 222 vikur í röð
Matt Fitzpatrick.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 14:21

Fitzpatrick búinn að vera á meðal 50 efstu í 222 vikur í röð

Heimslisti karla í golfi var uppfærður í gær eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims. Sigurvegari helgarinnar, Max Homa, var á meðal þeirra sem tók stökk upp listann en hann sigraði á Genesis Invitational.

Homa er nú kominn upp í 38. sæti á heimslistanum en hann var í 91. sæti fyrir helgi. Homa sigraði eftir bráðabana gegn Tony Finau sem fór einnig upp og situr nú í 13. sæti.

Matt Fitzpatrick er færist upp í 16. sæti eftir gott mót um helgina þar sem hann endaði í 5. sæti á Genesis Invitational. Evrópumótaröð karla greindi frá því á Twitter síðu sinni að Fitzpatrick, sem er einungis 26 ára gamall, hefur nú verið á meðal 50 efstu á listanum í 222 vikur eða frá árinu 2016.

Hér er hægt að sjá stöðuna á listanum.

Staða efstu manna á heimslista karla:

1. Dustin Johnson
2. Jon Rahm
3. Justin Thomas
4. Xander Schauffele
5. Tyrrell Hatton
6. Collin Morikawa
7. Patrick Cantlay
8. Rory McIlroy
9. Webb Simpson
10. Bryson DeChambeau