Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Fitzpatrick sigraði á Hero Challenge mótinu fyrir Opna skoska
Matt Fitzpatrick. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 23:20

Fitzpatrick sigraði á Hero Challenge mótinu fyrir Opna skoska

Matt Fitzpatrick byrjaði vikuna frábærlega fyrir Opna skoska mótið sem hefst á fimmtudaginn en hann sigraði í dag á Hero Challenge viðburðinum sem fór fram í tilefni mótsins.

Fitzpatrick, sem var í liði Evrópu í Ryder bikarnum árið 2016, hafði betur gegn Matt Kuchar í úrslitaleik Hero Challenge mótsins en þar áður hafði hann slegið Graeme McDowell úr leik í undanúrslitunum.

„Það var mjög gaman í þessu móti,“ sagði Fitzpatrick eftir sigurinn. „Það hentar mér vel að þurfa slá lág högg. Matt er frábær kylfingur, auðvitað sigraði hann á Hero Challenge í fyrra en hann er virkilega góður. Það var gott að koma hingað á þriðjudegi og hita áhorfendurna upp fyrir vikuna.“

Kylfingarnir sem tóku þátt í mótinu voru auk þeirra Fitzpatrick, McDowell og Kuchar þeir Justin Thomas, Lucas Bjerregaard og Tyrrell Hatton.