Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Fjallabyggð í efstu deild í fyrsta skipti.
Sveit Golfklúbbs Fjallabyggðar sigraði í 2. deild Íslandsmóts klúbba 50+ í Eyjum. Frá vinstri: Bergur Rúnar Björnsson - Þórleifur Gestsson - Sigurbjörn Þorgeirsson-Ármann Viðar Sigurðsson-Grímur Þórisson - Fylkir Þór Guðmundsson og Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson. Á myndina vantar Húnboga Jóhannsson Andersen
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 24. ágúst 2025 kl. 12:20

Fjallabyggð í efstu deild í fyrsta skipti.

Golfklúbbur Fjallabyggðar leikur í efstu deild golfklúbba 50+ á næsta ári eftir sigur á Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitaleik í 2. deild sem leikin var í Eyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem Fjallabyggð leikur í efstu deild í Íslandsmóti klúbba.

Fjallabyggðarkappar unnu úrslitaleikinn sannfærandi 3,5-1,5 með sinn besta mann, Sigurbjörn Þorgeirsson í fararbroddi en hann vann alla sína leiki örugglega og sveitin líka.

Golfklúbbur Öndverðarness endaði í þriðja sæti og Nesklúbburinn í því fjórða. Golfklúbbur Húsavíkur endaði í neðsta sæti og fellur í 3. deild.
Úrslit.

Örninn 2025
Örninn 2025