Fréttir

Fjórði sigurinn hjá Rory í Dubai
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 22. janúar 2024 kl. 13:36

Fjórði sigurinn hjá Rory í Dubai

Norður Írinn Norður McIlroy byrjar nýtt ár með miklum látum. Hann sigraði á Hero Dubai Desert Classik mótinu á DP mótaröðinni um síðustu helgi eftir að hafa endaði í 2. sæti vikuna á undan.

Rory var tíu höggum frá fyrsta sætinu eftir 36 holur en hann lék magnað golf á þriðja hringnum, -9 og kom sér í toppbaráttuna. Á lokahringnum sýndi hann styrk sinn og náði mest fjögurra högga forskoti þegar sex holur voru eftir og hafði betur í toppbaráttunni við Bandaríkjamanninn Cameron Young og Pólverjann Adrian Meronk. Þeir minnkuðu þó muninn og í lokin þurfti Rory par á 18. holu til að tryggja sér sigur, sem hann og gerði.

Þetta var fjórði sigur N-Írans í þessu móti en fyrsti sigurinn kom fyrir átján árum síðan árið 2009, þá var kappinn 19 ára en á tuttugasta aldursári.

Lokastaðan

Rory og foreldrar hans árið 2009, þegar kappinn vann sinn fyrsta sigur í Dubai.