Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Fjórir jafnir á toppnum
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 13. nóvember 2020 kl. 23:50

Fjórir jafnir á toppnum

Fjórir kylfingar eru jafnir á toppnum þegar annar dagur Masters mótsins endaði nú fyrr í kvöld. Ekki náðu allir kylfingar að ljúka leik á öðrum hring sökum tafa sem urðu á leik í gær en allir fjórir kylfingarnir sem deila efsta sætinu náðu að ljúka leik.

Kylfingarnir eru þeir Dustin Johnson, Justin Thomas, Abraham Ancer og Cameron Smith. Ancer lék best af þeim fjórum á öðrum hringnum en hann kom í hús á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Ancer lék á 68 höggu, Thomas á 69 höggum og að lokum lék Johnson á 70 höggum. Þeir eru allir jafnir í níu höggum undir pari.

Fjórir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á átta höggum undir pari. þar á meðal eru þeir Hideki Matsuyama sem á þrjár holur eftir á öðrum hringnum og Jon Rahm sem á sex holur eftir.

Sigurvegari síðasta árs, Tiger Woods, hefur lokið við 10 holur á öðrum hringnum og er á parinu. Samtals er hann því á fjórum höggum undir pari og jafn í 22. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.