Fleeetwood braut ísinn og sigraði á lokamóti PGA
Englendingurinn Tommy Fleetwood sigraði á lokamóti úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar á East Lake vellinum í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum í spennandi lokahring. Fleetwood var fyrir mótið besti kylfingur í heimi sem ekki hafði sigrað á móti á PGA mótaröðinni. Hann braut ísinn í stærsta móti ársins og lék á átján höggum undir pari. Sigurlaunin eru þau hæstu, 10 milljón dollarar eða tæplega einn og hálfur milljarður króna.
Tommy og Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay voru jafnir fyrir lokahringinn en Englendingurinn hafði sex sinnum orðið í 2. sæti og jafn oft í 3. sæti og 44 sinnum í efstu tíu á PGA móti, þar af sjö sinnum á þessari keppnistíð. Hann komst strax í forystu þegar Cantlay gerði mistök á fyrstu holunum og hélt henni út hringinn, eitthvað sem honum hefur ekki tekist áður í 163 PGA mótum. Fleetwood var öryggið uppmálað og landaði stærsta sigri ársins.
Cantlay varð annar og deildi því sæti með Russell Henley. Besti kylfingur heims, Scottie Scheffler varð jafn í 4. sæti með Corey Connors og Cameron Young.
The lead is back to 3 for @TommyFleetwood1 after back-to-back birdies!
🎯 119 yards to 6 feet
🎯 139 yards to 6 feet pic.twitter.com/eDv6TfNBmX