Fréttir

Flott byrjun hjá Guðmundi í Austurríki
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 9. júlí 2020 kl. 18:17

Flott byrjun hjá Guðmundi í Austurríki

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hófu í dag leik á Austrian Open mótinu en það er haldið sameiginlega af Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. 

Dagurinn var góður hjá Guðmundi og er hann jafn í 30. sæti eftir daginn á meðan var erfiður dagur hjá Haraldi og er hann jafn í 139. sæti.

Guðmundur nýttu par 5 holurnar einstaklega vel í dag en hann fékk fugl á allar fjórar. Hann var kominn á tvö högg undir par eftir fjórar holur en tapaði þeim höggum til baka á holum sjö og 10. Síðan komu tveir fuglar í röð á holum 15 og 16. Þar við sat og kom hann því í hús á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari.

Haraldur byrjaði daginn illa og var kominn fimm högg yfir pari eftir þrjár holur. Hann fékk fjóra skolla til viðbótar og endaði því hringinn á 81 höggi, eða níu höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu en efsti maður er Joost Luiten á sjö höggum undir pari.


Haraldur Franklín Magnús.