Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Flott frammistaða hjá Pamelu í Englandi
Sunnudagur 3. ágúst 2025 kl. 08:31

Flott frammistaða hjá Pamelu í Englandi

Pamela Ósk Hjaltadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar lék á English Girls Open 22.-24. júlí en mótið fór fram á Sherwood Forest vellinum. Pamela lék mjög gott golf og endaði í 10. sæti.

Leiknar voru 72 holur á 3 keppnisdögum, 18 holur fyrir tvo dagana en 36 holur á lokadeginum fyrir þá sem komust í gegnum niðurskurðinum.

Hringirnir voru flottir hjá Pamelu sem lék á 5 höggum undir pari (72-71-68-76) samtals og var jöfn í 10. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Frábær árangur hjá Pamelu í einu sterkasta stúlknamóti í Evrópu.

Lokastaðan:

https://www.golfgenius.com/pages/5463163

Pamela hefur staðið sig vel á mótunum á Íslandi í sumar og var m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni.