Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Framkvæmdir að hefjast við 16. holu Hvaleyrarvallar
Svona mun 16. flötin líta út eftir breytingar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 08:00

Framkvæmdir að hefjast við 16. holu Hvaleyrarvallar

Fram kemur í tilkynningu frá Golfklúbbi Keilis að í dag, fimmtudag, breytist 16. holan á Hvaleyrarvelli þannig að leikið verður upp á gömlu 16. flötina (gömlu par 3 holuna).

Vallarstarfsmenn hafa undanfarna daga verið að slá brautina fyrir ofan og koma glompum í leik aftur. Fyllt hefur verið í glompurnar þannig að mun auðveldara verður að leika úr þeim. Flötin er komin í sama stand og aðrar flatir á vellinum og vona vallarstarfsmenn að þetta verði skemmtileg tilbreyting á vellinum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Jarðvinna er áætluð að taki um 3-4 vikur og ræktunartími um 11-13 mánuði. Þá verður 16. brautin öll sléttuð og gerð fín þannig að klúbbmeðlimir losna við litla hóla sem hafa verið á seinni parti brautarinnar. Fyrri parturinn var sléttaður fyrir um 10 árum síðan.

Á mynd hér fyrir neðan má sjá betur hvernig brautin verður leikin og áætlun á útliti á flöt og umhverfi.