Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Fyrsti hringur Mickelson eftir að hann varð fimmtugur var frábær
Phil Mickelson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 23:10

Fyrsti hringur Mickelson eftir að hann varð fimmtugur var frábær

Phil Mickelson sem er einn af sigursælustu kylfingum allra tíma varð fimmtugur 16. júní síðastliðinn spilaði sinn fyrsta hring á PGA mótaröðinni í dag eftir þennan áfanga. Það virðist sem aldurinn sé ekkert farinn að segja til sín hjá Mickelson því eftir fyrsta hring er hann jafn í fimmta sæti á sex höggum undir pari.

Mickelson fékk sex fugla á hringnum í dag og tapaði ekki höggi. Þrátt fyrir að leika á sex höggum undir pari er hann engu að síður fjórum höggum á eftir Mackenzie Hughes sem kom í hús á 60 höggum, eða 10 höggum undir pari.

Mickelson sagði eftir hringinn að hann elskaði að keppa og berjast við yngri kylfingana.

„Ég elska það sem ég geri. Ég elska vinnuna mína. Ég elska að keppa og reyna að vera samkeppnishæfur og ég nýt þess að spila með kylfingum eins og Rory og Bryson sem eru náttúrulega bara með ótrúlega hæfileika og reyna að keppa við þá.“