Fréttir

Gæti misst af eigin brúðkaupi eftir að hafa spilað í Suður Afríku
Það gæti farið svo að Ashley Chesters myndi missa af brúðkaupi sínu vegna ferðatakmarkana frá Suður Afríku.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 29. nóvember 2021 kl. 13:06

Gæti misst af eigin brúðkaupi eftir að hafa spilað í Suður Afríku

Ashley Chesters er ekki þekktasta nafnið í golfheiminum. Hann kann þó greinilega sitthvað fyrir sér því hann endaði jafn í þriðja sæti Joburg Open mótsins sem fram fór í síðustu viku.

Mótið var upphaflega stytt niður í 54 holur til að auðvelda erlendum keppendum að komast til síns heima eftir að nýtt afbrigði covid 19 fannst í Suður Afríku. Lokahringnum þurfti svo einnig að fresta vegna veðurs og mótið varð því aðeins 36 holur.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Það er ekki auðvelt að finna sér flug þessa dagana frá Suður Afríku eftir að ýmiss ríki settu á flugbann frá nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku. Eins og staðan er núna er Chesters fastur í Suður Afríku og útlitið með að finna flug ekki gott að hans sögn. 

Þegar hann kemst svo heim til Englands taka við 10 dagar í sóttkví en brúðkaupið á að fara fram 18. desember.

Vonandi nær hann að mæta í brúðkaupið en ef ekki þá getur hann huggað sig við það að hann tryggði sér þátttökurétt á Opna mótinu í sumar með árangri sínum í síðustu viku og fékk að auki um sjö milljónir króna í verðlaunafé.