Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Garcia meðal kylfinga sem komast ekki í FedEx úrslitakeppnina
Sergio Garcia
Mánudagur 20. ágúst 2018 kl. 16:16

Garcia meðal kylfinga sem komast ekki í FedEx úrslitakeppnina

Í ár verður fyrsta skiptið í 12 ára sögu FedEx úrslitanna sem Sergio Garcia verður ekki á meðal keppenda. 

Eftir að hafa unnið sitt fyrsta risamót í fyrra hefur Garcia átt í miklum erfiðleikum í ár. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í neinu af risamótum ársins og var fyrir helgina í 131. sæti á FedEx listanum en efstu 125 komast í úrslitakeppnina.

Fyrir lokdaginn á Wyndham meistaramótinu var áætluð staða hans 122. sætið en á lokadeginum féll hann niður í 24. sætið úr því áttunda og fór hann því aðeins upp um þrjú sæti, upp í 128. sæti listans. Tímabilinu er því lokið hjá Garcia en hann getur andað rólega því hann er með fimm ára þátttökurétt á mótaröðinni eftir að hafa unnið Masters mótið.

Aðrir kylfingar sem voru ekki á meðal 125 efstu er Aaron Baddeley (132. sæti), Shane Lowry (140. sæti), David Lingmerth (143. sæti) og Graeme McDowell (144. sæti).

Allir þessir kylfingar fá þó tækifæri á að vinna sér inn þátttökurétt fyrir næsta ár í úrslitakeppni Web.com mótaraðarinnar sem hefst um næstu helgi.