Fréttir

Garcia og McIlroy komnir yfir 50 milljónir
Sergio Garcia.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 19:02

Garcia og McIlroy komnir yfir 50 milljónir

Í síðasta mánuði eftir að vinna Zozo Championship mótið varð Tiger Woods fyrsti kylfingurinn til þess að komast yfir 120 milljón dollara í verðlaunafé á PGA mótaröðinni. Þá voru aðeins átta kylfingar sem höfðu þénað yfir 50 milljónir en eftir mót HSBC Champions heimsmótið hafa tveir kylfingar bæst við þann hóp.

Bæði Sergio Garcia og Rory McIlroy voru með rúmlega 49 milljónir en eru báðir komnir yfir 50 milljón dollara múrinn eftir gengi helgarinnar.

Fyrir helgi sat Garcia í 9. sæti á lista yfir tekjuhæstu kylfinga allra tíma með 49.950.005 dollara á meðan McIlroy var í 11. sæti með 49.285.250 dollara. Eftir helgina er Garcia enn í 9. sætinu en er nú með 50.002.880 dollara en McIlroy er kominn upp í 8. sætið með 51.030.260 dollara.

Til gamans má geta að sé litið á verðlaunafé að meðaltali í hvejru móti er McIlroy í öðru sæti með rúmlega 300.000 dollara að meðaltali. Hann er rétt um 55.000 dollurum á eftir Woods sem er einnig efstur á þeim listan.

Hér að neðan má sjá 10 tekjuhæstu kylfinga sögunnar á PGA mótaröðinni:

1. Tiger Woods - $120.459.468
2. Phil Mickelson - $90.684.572
3. Vijay Singh - $71.216.128
4. Jim Furyk - $71.177.537
5. Dustin Johnson - $61.755.908
6. Justin Rose - $53.487.409
7. Adam Scott - $53.338.262
8. Rory McIlroy - $51.030.260
9. Sergio Garcia - $50.002.880
10. Matt Kuchar - $50.002.667


Rory McIlroy.