Fréttir

Garcia og Westwood leikið í flestum heimsmótum án sigurs
Sergio Garcia.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 16:10

Garcia og Westwood leikið í flestum heimsmótum án sigurs

Þátttaka Sergio Garcia í heimsmótinu í Kína um helgina markaði ákveðin tímamót hjá Spánverjanum skemmtilega. Garcia er nú einn af tveimur kylfingum frá upphafi heimsmótanna sem hefur leikið í að minnsta kosti 60 mótum án þess að vinna en þetta kemur fram á Golf Channel.

Garcia lék fyrst í heimsmóti þegar hann var einungis 19 ára gamall og var meðal annars með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Bridgestone Invitational mótinu árið 2014 þegar Rory McIlroy vann upp forystu hans og fagnaði sigri. Auk Garcia hefur Lee Westwood leikið í 60 mótum án sigurs.

Einungis tveir aðrir kylfingar hafa leikið í fleiri en 50 mótum án sigurs en það eru þeir Paul Casey (52) og Jim Furyk (51).

Icelandair Gefðu frí um jólin Santa 640
Icelandair Gefðu frí um jólin Santa 640