Fréttir

Garcia og Westwood leikið í flestum heimsmótum án sigurs
Sergio Garcia.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 16:10

Garcia og Westwood leikið í flestum heimsmótum án sigurs

Þátttaka Sergio Garcia í heimsmótinu í Kína um helgina markaði ákveðin tímamót hjá Spánverjanum skemmtilega. Garcia er nú einn af tveimur kylfingum frá upphafi heimsmótanna sem hefur leikið í að minnsta kosti 60 mótum án þess að vinna en þetta kemur fram á Golf Channel.

Garcia lék fyrst í heimsmóti þegar hann var einungis 19 ára gamall og var meðal annars með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Bridgestone Invitational mótinu árið 2014 þegar Rory McIlroy vann upp forystu hans og fagnaði sigri. Auk Garcia hefur Lee Westwood leikið í 60 mótum án sigurs.

Einungis tveir aðrir kylfingar hafa leikið í fleiri en 50 mótum án sigurs en það eru þeir Paul Casey (52) og Jim Furyk (51).