Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Gary Woodland missti ömmu sína kvöldið fyrir þriðja hringinn
Gary Woodland
Sunnudagur 6. janúar 2019 kl. 12:00

Gary Woodland missti ömmu sína kvöldið fyrir þriðja hringinn

Gary Woodland er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Sentry Tournament of Champions sem fer fram í dag.

Þrátt fyrir að vera í forystu var þungt yfir Woodland eftir þriðja hringinn því á föstudagskvöldið fékk hann símtal um að amma hans hefði fallið frá.

„Ég missti ömmu mína í gær. Ég fékk símtal seint í gærkvöldi (föstudagskvöld) þannig það hefur verið erfitt. Hún hefur versnað mikið undanfarið og það hefur tekið á. Þú getur reynt að undirbúa þig undir þetta en ert aldrei tilbúinn þegar þetta svo gerist. Þannig það eru aðeins meiri tilfinningar en við komumst í gegnum þetta.“

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)