Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Gauti náði draumahögginu í Grindavík
Laugardagur 16. maí 2020 kl. 09:37

Gauti náði draumahögginu í Grindavík

Draumahöggunum hefur fjölgað að undanförnu enda kylfingar duglegir að mæta í golf. 
Gauti Jónasson fór holu í höggi á Húsatóftavelli á 5. holu Húsatóftavallar. Ekki fylgdi sögunni á Facebook síðu Golfklúbbs Grindavíkur hvaða kylfu kappinn notaði en hann er alla vega kominn í Einherjaklúbbinn en þangað komast menn ekki nema ná draumahögginu.