Fréttir

Geggjaður flatargaffall
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 22. desember 2021 kl. 09:10

Geggjaður flatargaffall

Allir alvöru kylfingar eru með flatargaffal í vasanum og gera við eitt eða fleiri boltafar á hverri flöt.

Þessi einfalda speki virðist þó aðeins ná til lítils hluta kylfinga því boltaför í flötum eru eilífðarvandamál á mörgum golfvöllum.

Vallarstarfsmenn hafa einfaldlega ekki tíma og mannskap til þess að ganga á allar flatir vallanna daglega og gera við þúsundir boltafara. Þessi nýja tegund flatargaffals ætti að geta einfaldað þeim aðeins verkið þótt þeir ættu auðvitað ekki að þurfa að verja tíma sínum í það.

Spurning hvort klúbbarnir hér heima fjárfesti í svona græju?