Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Gera sig breiða á LPGA
Fimmtudagur 19. janúar 2023 kl. 00:37

Gera sig breiða á LPGA

Tveir af fremstu kylfingunum á LPGA mótaröðinni munu nota Taylor Made kylfur á næstu tímabilin. Þær Nelly Korda og Brooke Henderson voru kynntar til leiks sem Taylor Made leikmenn nú í vikunni fyrir fyrsta mótið á LPGA mótaröðinni sem hefst á morgun. Brooke Henderson mætir til leiks með nýja útgáfu af TM poka og logo þeirra á derhúfunni.

„Brooke er frábær íþróttamaður og einn harðasti keppandi sem finnst í golfinu. Við erum mjög spenntir að sjá hana sem fulltrúa TaylorMade“ sagði David Abeles, forstjóri TaylorMade í fréttatilkynningu. „Hún er nú þegar einn þekktasti og sigursælasti leikmaður LPGA mótaraðarinnar. Það eru engin takmörk fyrir hversu langt hún getur náð“.

Brooke Henderson byrjaði að nota TaylorMade bolta og hanska á síðasta tímabili og gengur nú til liðs við Tiger Woods, Rory MacIllroy og Nelly Korda sem einnig var kynnt sem leikmaður TaylorMade í vikunni. Segja má að TaylorMade séu að gera sig breiða á LPGA mótraöðinni eins og þeir hafa gert á PGA mótaröðinni.